Á döfinni

Ný æfingaáætlun er komin á vefinn og stefnum við á æfingu í Kaplakrika á þriðjudag. Ef færðin verður erfið þá munum við hlaupa um Stór-Hafnarfjarðarsvæðið og taka létt tempó þar sem aðstæður leyfa. Undanfarið hefur verið mjög góð mæting á æfingar og síðasta þriðjudag mættu 56 manns á æfingu og um 50 á fimmtudaginn. Á laugardag var fámennt en góðmennt og aðeins 19 manns á æfingu. Færðin var erfið og það hafði eflaust sín áhrif. Við hvetjum félaga til að mæta vel á æfingar því þær eru forsenda framfara.

Næstkomandi fimmtudag fer fram Poweradehlaupið og hvetja þjálfarar sem flesta til að mæta og taka þátt.  Einnig má benda á að um næstu helgi fer fram Öldungameistaramót Íslands í frjálsum íþróttum og ætla nokkir úr hlaupahópnum að keppa í greinum frá 60m upp í 3000m. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega látið þjálfara vita en FH greiðir þátttökugjöld þeirra sem verða með. Smelltu hér til að skoða tímaseðil. Þess má geta að 3000m hlaup fer fram upp úr hádeginum á laugardeginum en margar skemmtilegar greinar eru í boði sem félagar hefðu gaman af því að prufa.

Við viljum jafnframt minna á þorrablótið laugardaginn 12. feb. sem við ætlum að skella  okkur á næstkomandi laugardag. Það er góður vettvangur fyrir félaga til að hittast á öðrum vettvangi en á æfingum. Til að skrá sig á blótið skal senda póst á siggih@hafnarfjordur.is  Skráningarfestur er til og með 7. febrúar.
Nánari upplýsingar er að finna inn á tilkynningum undir Myndefni hér á vefnum.

Sjáumst á næstu æfingu
komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.