VIKA 37

Næstu daga og vikur verður nóg um að vera. Á þriðjudaginn 11. september verður nýliðakynnig hjá okkur.  Við vonumst til að sjá áhugasamt fólk taka fram hlaupaskóna og mæta og taka þátt.  Ef þið vitið af einhverum sem langar til að taka fram hlaupaskóna, endilega látið þá vita af þessu.

Á miðvikudag fer afmælishlaup Atlantsolíu fram og við hvetjum sem flesta til að taka þátt.  Skráning fer fram á hlaup.is.

Þann 19. september verður félagsfundur haldinn í Sjónarhól, Kaplakrika og hefst hann klukkan 20.  Þar verður farið yfir starfið í vetur, væntanlega utanferð á næsta ári og fleira.  Endilega takið kvöldið frá.

Það líður líka að uppskeru / árshátíð okkar.  Hún verður föstudagskvöldið 26. október.  Skemmtinefnd hefur hafði störf og má búast við sérlaga frábærri árshátið. TAKA KVÖLDIÐ FRÁ.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.