VIKA 36

Það voru margar keppnir á boðstólnum í síðustu viku og mikið um að vera.

Pétur Smári Sigurgeirsson gerði sér ferð í Reykjanesbæ á laugardag og tók þátt í Reyknaesmaraþoninu.  Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði það á fínum tíma, 1:28:38.  Heildarúrslitin má sjá hér.

Fossvogshlaupið fór fram 30. ágúst sl.  Félagar okkar gerðu mjög góða hluti þar.  Friðleifur Friðleifsson varð annar í 10 km hlaupinun á 35:28.  Í þessu hlaupi féllu persónuleg met nokkra félaga.  Til hamingju með það.  Heildarúrslitin má sjá hér.

1. september fór fram Brúarhlaupið á Selfossi við frekar erfiðar aðstæður.  Þá fór fram Íslandsmeistaramót í hálfu þoni á sama tíma.  Félagi okkar Haraldur Tómas Hallgrímsson varð í þriðjasæti á tímanum 1:20:54.  Kári Steinn Karlsson varð Íslandsmeistari.  Eyvindur Guðmundsson tók þátt í 5 km hlaupinu og varð annar á tímanum 18:36.

Það voru margir félagar okkar í hlaupahópnum sem tóku þátt og féllu mörg persónuleg met.   Eins unnu mörg okkar til aldursflokkaverðlauna. Heildarúrslitin má sjá hér.

Birna Björnsdóttir tók þátt í Olimpískri þríþraut í Köln.  Hún varð í þriðja sæti sem er frábær árangur.

Steinn Jóhannsson og Friðleifur Friðleifsson tók þátt í liðakeppni í hálfum járnkarli í Köln.  Steinn synti og Friðleifur hljóp og félagi þeirra sá um hjólalegginn.  Þeir gerðu sér lítði fyrir og urðu í öðru sæti.

Við óskum félögum okkar til hamingju með frábæran árangur.

Við höfum reynt að vera dugleg við að setja myndir inn á Fésbók hlaupahópsins nú í sumar. Það væri frábært ef þið mynduð merkja ykkur og félaga ykkar á þessum myndum, svona til að tengja andlit við nöfn.  Ef þið eigið myndir sem þið viljið leyfa okkur hinum að njóta og setja á fésbók hlaupahópsins þá endilega komið þeim til okkar.

Þetta verður ljómandi fín vika.

KOMASO!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.