Þá er frábær helgi að baki. Mörg okkar tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hlupum ýmist 10 kílómetra, hálft maraþon og einnig tóku félagar okkar þátt í heilu maraþoni!
Stemningin sem myndaðist við endamarkið (á túninu fyrir framan MR) var einstök og við sem vorum þar munum eiga hana í minningunni um ókomna tíð.
Veðrið lék náttúrulega stórt hlutverk. Aðstæður til hlaupa var eins og best er á kosið, þægilega hlýtt, logn og sólin braust fram þegar flestir höfðu lokið keppni.
Um kvöldið kom hópur saman í Skátalundi við Hvaleyrarvatn þar sem skálað var fyrir flottum árangri. Það má segja að nú sé það orðin hefð hjá Hlaupahópi FH að hittast og grilla saman og eiga gott kvöld eftir svona frábæran dag.
En jólin taka víst enda eins og allt annað. Samkvæmt æfingaáætlun er æfing á þriðjudag, en við munum fara frekar rólega af stað eftir Reykjavíkurmaraþon. Samkvæmt planinu munum við hlaupa frá 4 til 10 km. rólega. Annars má sjá æfingaáætlunina hér.
Eins og við sáum á laugardaginn þá eru okkur allir vegir færir. 10 kílómetrar, hálft maraþon eða heilt, félagara í Hlaupahópi FH eru greinilega á öllum getustigum og blandaður. Það er einmitt það sem gerir hópinn að því sem hann er.
Á Hlaup.is er hægt hægt að sjá úrslitin úr Reykjavíkurmaraþoninu.
KOMASO!