Á morgun, hlaupadaginn mikla, ætlum við í Hlaupahópi FH að helga okkur reit sunnanmegin við MR, þar verðum við með tjald, flögg og vel sýnileg. Þar er tilvalið að hittast að loknu hlaupi, fagna glæstum sigrum og eiga góða stund með frábærum félögum. Munið eftir að taka með ykkur smá nesti t.d. banana og kókómjólk!
Svo er náttúrulega fagnaðurinn um kvöldið – rúmlega hundrað manns hafa staðfest komu sína.
Njótum dagsins, þetta er hápunktur hlaupasumarsins hjá mörgum okkar, nú uppskerum við eftir æfingar síðustu vikna.
Þetta verður úberflottur og frábær dagur og vonandi skemmtum við okkur og njótum eins og hægt er.
KOMASO.