Hvað er á döfinni?

Öll úrslit í 5km hlaupinu okkar eru komin inn á www.hlaup.is
Voru félagar að standa sig frábærlega vel og margir að hlaupa á sínum besta tíma. Það er greinilegt að góð mæting á æfingar og gríðarlegur áhugi er að skila þessum árangri. Framundan er fjöldi hlaupa og eru félagar hvattir til að taka þátt til að öðlast meiri keppnisreynslu. Poweradehlaup nr. 5 fer fram í annan fimmtudag og eflaust munu margir úr hópnum taka þátt. Einnig má minnast á að 12.-13. febrúar fer fram Íslandsmót öldunga í frjálsum íþróttum og þá er m.a. keppt í 3000m hlaupi innanhúss og ætla nokkir úr hópnum að taka þátt. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að láta Stein eða Pétur vita sem báðir taka að sjálfsögðu þátt.

Framundan er Þorrablót frjálsíþróttadeildar FH og hvetjum við félaga til að mæta og eiga góða kvöldstund saman. Þorrablótið fer fram í Kaplakrika þann 12. febrúar og smelltu hér til að fá nánari upplýsingar. Skráningu lýkur þann 7. febrúar og því ekki seinna vænna að skrá sig.

Myndir frá 1. árs afmælinu eru komnar á vefinn undir myndefni.

Sjáumst svo hress á næstu æfingu.
komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.