Ármannshlaupið 2012

Ármannshlaupið er 10 km götuhlaup. Hlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata braut þar sem margir hafa náð sínum besta tíma. Hlaupið í ár er þar engin undantekning í ár. Nú hafa skipuleggjendur fundið enn flatari og skemmtilegri braut. Ræsing og endamark er nú við Vöruhótel Eimskips. Munur á hæsta og lægsta punkti á brautinni er aðeins 6,7 metrar.

Helstu upplýsingar um hlaupið:

Tímasetning: 11.júlí 2012 kl. 20:00

Vegalengdir: 10 km hlaup með tímatöku (ekki flögur)

Staðsetning: Ræst að þessu sinni við Vöruhótel Eimskips. Sjá nánar á þessu korti. Flöt og skemmtileg fram og til baka braut sem hentar vel til bætinga.

Skráning: Tekið verður á móti forskráningum á hlaup.com. Smelltu hér til að skrá þig.

Þátttökugjald: Aðeins 1.500 krónur í forskráningu. 2.000 krónur ef skráð er á staðnum.

Verðlaun:

  • Verðlaunagripir fyrir fyrstu 3 sæti karla og kvenna
  • Sigurvegarar í hverjum aldurflokki karla og kvenna hljóta verðlaun.
  • Þátttökupeningar
  • Útdráttarverðlaun

Aldursflokkar: 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-49 ára og 50-59 ára og 60 ára og eldri.

Hlaupaleið: Smellið hér til að skoða flata og skemmtilega 10 km braut Ármannshlaupsins 2012.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.