Í vikunni fer fram Miðnæturhlaup Suzuki og hvetjum við sem flesta í hópnum til að taka þátt. Hlaupið er eitt það fjölmennasta sem er haldið í sumar og hentar jafnt byrjendum sem þeim sem eru lengra komnir. Forskráningu í hlaupið lýkur 19.júní á miðnætti.
Æfingaáætlun vikunnar er létt í upphafi vegna hlaupsins á fimmtudag. Veðurspáin er góð þessa vikuna og vonast þjálfarar eftir góðri mætingu.
Félagar okkar, þau Carola, Tobba, Svenni og Sveinn Baldurs tóku þátt í Hamarshlaupinu sem fram fór fyrir ofan Hveragerði í gær. Heildarúrslitin má nálgast á hlaup.is
Sveinn Baldurs sigraði sinn aldursflokk og Tobba varð í öðru sæti í sínum flokkum. Carola og Svenni gerðu einnig fína ferð austur.