Við minnum félaga á samhlaup okkar á morgun, fimmtudag en þá munum við hlaupa með nýliðum okkar 5. km hring. Á eftir verður boðið upp á hressingu á brautinni. Þau allra sprækustu halda svo áfram og bæta svo við, eins og þeim líkar 🙂
Hlaup.is er frábær síða sem er uppfull af fróðleik um hlaup og fleira.
Asics eru greinilega vinsælustu hlaupaskór félaga Hlupahóps FH, miðað við könnunina sem sem við vorum með. 49% félaga hlaupa í þeim. Næsti á eftir koma New Balance skór en 15% félaga hlaupa þeim. Brooks og Adidas komu næst og þar á eftir Nike og Under Armour. Aðrar tegundir sem voru nefndar eru Reebok, Vibram Five Fingers og Ecco.