Félagakynning

Erna hefur verið með frá því Hlaupahópurinn fór af stað.  Hún hjólar, gengur á fjöll og stefnir á hálft maraþon í RM í ágúst!

Nafn: Erna Björk Hjaltadóttir.

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Ættuð úr Hafnarfirði, alin upp í Ölfusinu en búin að búa í Hafnarfirði í 17 ár.

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Hef verið með frá fyrsta degi 19.janúar 2010, en það var líka fyrsta hlaupaæfinginn á ævinni.

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Hjóla í vinnuna í Reykjavík frá byrjun apríl og út september og geng á fjöll á sumrin.

Á hvernig skóm hleypur þú: New Balance og Brooks

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist:
Ég nota ekki tónlist á æfingum en stefni að því þegar ég er ein.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Já hef gert það síðustu 2 ár og mæli eindregið með því.

Hver eru hlaupamarkmið þín: Að hlaupa hálft maraþon í RM í sumar, annars bara að njóta þess að hlaupa,  hafa gaman af og hlaupa án meiðsla.

Hvers vegna HHFH: Valdi FH vegna þess að það er stutt að fara og ég get hlaupið á æfingar en félagsskapurinn er frábær, verður betri og betri.

Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: Á morgnana er það AB mjólk, morgunkorn og kaffi, bananar sem neyðarbiti en þegar ég hreyfi mig mikið er ég sísvöng.

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Já,  ótalmörg.  Fyrst og fremst að fylgja börnunum eftir í íþróttum og tónlist. Að ganga á Hornströndum á hverju sumri.  Það er alltaf á stefnuskránni að hjóla aftur við Bodense helst frá Vín. Eyða tíma með fjölskyldu og vinum innan dyra sem utan.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.