Maraþonboðhlaup til styrktar frjálsíþróttafólki á leið á Ólympíuleikana í London

Maraþonboðhlaup FRÍ fer fram þann 5. júní 2012 á fimm stöðum á landinu, í Reykjavík, á Akureyri, á Ísafirði og á Egilsstöðum. Hlaupið er boðhlaupskeppni þar sem allt að sjö hlauparar skipa eitt lið. Hver liðsmaður hleypur að minnsta kosti einn hring af sjö hringja hlaupaleið. Heildarvegalengdin sem er hlaupin er hálft maraþon eða 21,097 km og því hver hringur 3 km. Keppt er í samtals 8 flokkum á höfuðborgarsvæðinu og 4 flokkum á landsbyggðinni. Allir þátttakendur fá staðlað viðurkenningarskjal með myndum af Ólympíuhópi FRÍ 2012 og að loknu hlaupi fer fram happdrætti á staðnum þ.s keppnisnúmer gildir sem happdrættismiði.

Markmiðið með Maraþonboðhlaupi er fyrst og fremst að auka stuðning við íslenska frjálsíþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í London næstkomandi sumar. Einnig er markmiðið að vekja aukna athygli á íþróttinni og benda á að götuhlaupin eru hluti af frjálsum íþróttum.

Nánar um viðburðinn hér.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.