VIKA 22

Það er flott hlaupaveður í kortunum og verður án efa fjölmenni á æfingum.

Félagar Hlaupahópsins eru duglegir við að taka þátt í keppnum, bæði hér heim og erlendis.  Þó nokkrir tóku þátt í Valshlaupinu sem fram fór í strekkings vindi í vikunni.  Úrslitin má sjá hér.

Félagar okkar Jón Ómar Erlingsson og Ásta Kristjánsdóttir tóku þátt í Edinborgarmaraþoninu nú fyrr í dag.  Úrslit liggja ekki fyrir, en við vitum að Jón Ómar hljóp á flottum tíma.  Til hamingju með árangurinn.

Þegar við getum ekki hlaupið á gangstéttum og göngustígum og verðum að fara út á götu þá hlaupum við á móti umferð og hlaupum vel út í kannti.

æfingaáætlun hefur litið dagsins ljós.  Álagið eykst á okkur enda styttist í Vesturgötuna, Laugavegshlaupið og ekki síður í Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram í ágúst.

KOMASO…

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við VIKA 22

  1. ásta sagði:

    Ekki gleyma Söru Dögg Svanhildardóttur sem hljóp á fantagóðum tíma hér í Edinborg

Lokað er á athugasemdir.