Minnum á hlaupaseríu FH og Atlantsolíu sem hefst 27. jan

Næstkomandi fimmtudag kl. 19:00 fer fram fyrsta Atlantsolíuhlaupið sem er hluti af hlaupaseríu FH og Atlantsolíu og haldið er af hlaupahópi FH og frjálsíþróttdeild félagsins. Þjálfarar vilja hvetja sem flesta til að taka þátt í hlaupinu (sjá nánari upplýsingar í auglýsingu inn á www.hhfh.is og www.hlaup.is) Þriðjudaginn 25. janúar verðum við með skráningarmiða á æfingu og eru félagar hvattir til að kaupa skráningarmiða og losna við raðir á fimmtudag. Skráningarfyrirkomulagið er það sama og í Powerade-hlaupaseríunni.

Ef einhverjir geta ekki hlaupið þá myndum við þiggja aðstoð frá ykkur við framkvæmd hlaupsins. Mæting fyrir starfsmenn er kl. 18:15.

Laugardaginn 12. febrúar stendur okkur til boða að mæta á þorrablót frjálsíþróttadeildar FH og væri gaman ef félagar myndu fjölmenna og eiga notalega kvöldstund saman. Allar nánari upplýsingar er að finna undir Myndefni hér á síðunni (Tilkynningar).

Sjáumst annars á næstu æfingu.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Minnum á hlaupaseríu FH og Atlantsolíu sem hefst 27. jan

  1. Bakvísun: Sveri stefnir á keppnishlaup « Ullarsokkurinn

Lokað er á athugasemdir.