Miðvikudaginn 23. maí kl. 18.00 verður víðavangshlaupi Stjörnunnar hleypt af stokkunum. Stefnt er að því að gera þetta að árlegum viðburði þar sem Stjörnufólk og allir sem hafa gaman af hreyfingu mæti og skemmti sér saman í góðu hlaupi.
Hlaupið verður ræst og endar við Vífilstaðaspítalann. Boðið er upp á 10 km keppnishlaup og 4,5 km skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna. Þetta eru skemmtilegar hlaupaleiðir, annars vegar um Vífilstaðavatn (4,5 km) og hins vegar á göngustígum Heiðmerkur (10 km). Nú er um að gera að hvetja alla til að taka þátt og hafa gaman af þessu. Þátttökugjald er 1.000 kr fyrir 16 ára og eldri en 500 kr fyrir 15 ára og yngri.
Við hvetjum keppnisflokka Stjörnunnar til að mæta á svæðið og taka þátt í hlaupinu.
Skráning fer fram á www.hlaup.com eða á keppnisstað fyrir hlaup. Þáttakendum er bent á að mæta tímanlega eða í síðasta lagi 30 mínútum fyrir hlaup.