VIKA 21

Öll lendum við í því að tapa gleðinni á æfingum.  Hættum að hafa gaman af þessu hlaupabrölti okkar og erum jafnvel við það að hætta þessu alveg.

Okkur finnst árangurinn láta á sér standa, framfarirnar ekki miklar, okkur finnst við vera að hjakka í sama farinu endalaust.

Ég held að við verðum flest öll fyrir þessari reynslu, málið er bara hvernig við tökum á því.  Gefumst við upp og hættum þessu alveg eða bítum við á jaxlinn og látum okkur hafa það.  Gleðin finnur okkur á endanum og árangurinn sem okkur finnst láta á sér standa er hérna, það sjáum við svo sannarleg á Hlaup.com.

En hvað getum við gert þegar allt virðist ómögulegt og hund leiðinlegt?

  • Ekki hlaupa ein.  Þetta á sérstaklega við um löngu helgarhlaupin.  Mætum upp í Suðurbæjarlaug á laugardagsmorgnum og hlaupum með hópnum.  Það er fátt skemmtilegra en spjalla við hlaupafélagana á þessum æfingum.
  • Notaðu Ipod, útvarp eða álíka apparat ef þú ert ein(n) á ferð.  Veldu tónlist sem þér líkar og hlauptu eins og vindurinn.
  • Skráðu æfingarnar á hlaup.com.  Þó þér finnist þér ekkert fara fram þá er árangurinn oftast nær ótrúlegur.  Flestir, ef ekki allir í hlaupahópnum hafa bætt sig svo um munar eftir að hafa byrjað að æfa með hópnum.
  • Verum dugleg að hvetja hvort annað.  Það er alltaf gott að fá hrós og klapp á bakið.
  • Deilum góðum ráðum með félögum okkar.
  • Brosum 🙂

Æfingaáætun vikunnar er hér.  Þetta verður rosalega æðislegt.

KOMASO.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.