VIKAN
Á fimmtudag, Sumardaginn fyrsta, er ekki eiginleg æfing á dagskránni en félagar eru hvattir til að æfa sjálfir samkvæmt æfingaáætlun eða taka þátt í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar sem fram fer á Víðistaðatúni og hefst klukkan 11:00, eða Víðavangshlaupi ÍR.
VESTURGATAN
Búið er að festa gistingu í gömlum sveitabæ í Önundarfirði sem heitir Hvilft. Hvilft er 40 km frá Þingeyri og 20 km frá Ísafirði. Það er verið að gera upp innanstokksmuni og húsið er með ágætu eldhúsi, 8 herbergjum og 2 baðherbergjum. Það verður þó að gera ráð fyrir að fólk noti sundlaugarnar í stað sturtu í húsinu. Við höfum afnot af húsinu frá fimmtudegi til mánudags eða fjórar nætur.
Herbergin eru með rúmum, en fólk þarf að koma með eigin sængur eða svefnpoka.
Kostnaðurinn fer eftir því hve margir nýta sér þetta og því er nauðsynlegt þeir sem hafa áhuga á að nýta sér aðstöðuna, annað hvort herbergi eða vera með tjald/tjaldvagn senda tölvupóst á Finn, fisv(a)simnet.is sem fyrst.
Nánar um Hlaupahátíðna og Vesturgötuna má sjá hér.
KOMASO.