Æfingar í síðustu viku ársins

Síðasta vika ársins verður fremur óhefðbundin æfingalega þar sem frídagar spila stóra rullu sem og keppnir fyrir þá sem stefna á slíkt. Æfingin á þriðjudag verður með hefðbundnu sniði á brautinni en miðar við tempóhlaup á 10km keppnishraða (H2-H3). Þeir sem keppa ekki á Gamlársdag taka lengra tempóhlaup á brautinni.
Á fimmtudag eiga allir sem keppa á Gamlársdag að hlaupa mjög létt. Laugardagsæfinguna ber upp á Nýársdag og því verður ekki skipulögð æfing líkt og venjulega.
Vona þjálfarar að sem flestir færi æfinguna yfir á sunnudag og hlaupi langt þá.

Langhlaupari ársins
Hlaup.is stendur þessa dagana fyrir kjöri á langhlaupara ársins. María Kristín Gröndal er ein af þeim sem er tilnefnd í kvennaflokki (sjá nánar inn á www.hlaup.is) og hvetjum við sem flesta til að taka þátt og kjósa. Er þetta mikil viðurkenning fyrir Maríu sem hefur staðið sig frábærlega í keppnum á árinu.

Ekki má gleyma að minna félaga sem skrá æfingar inn á www.hlaup.com að haka við undir Profile, Leyfi RSS, til að virkni komi fram undir Hreyfing á heimasíðunni okkar.

sjáumst hress á æfingu á þriðjudag
komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.